Færsluflokkur: Bloggar

Veiðitímar...

Ég tek aldrei eftir því að það sé einhver veiðitími á einhverjum fiðurfénaði fyrr en ég rekst á svona fréttir, eina eða fleirri.

Gæsa, anda, rjúpna, hænu, þrastar, hrafnaskyttur Wink týndar á öræfum. Ekkert til þeirra spurst í nokkrar vikur... Nei, djók.

Þetta fylgir samt alltaf. Það er eins og það sé alltaf einhver-jir sem ná að klúðra kortalestri eða einhverju öðru og týnast.

Alvarlegt mál að týnast. Er virkilega svona gaman að álpast með skotvopn út í óbyggðir, að menn bara geta ekki beðið eftir því að leggja af stað og gleyma þá kannski einhverju mikilvægu í leiðinni af stað...?
Spyr sá sem ekki veit...


mbl.is Gæsaskytta fannst við leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettur í hug ,,Naked Gun" myndirnar.

Hann, O.J. Simpson, var flottur í Naked Gun myndunum á sínum tíma. Lék frekar klaufskan lögreglumann, eins og fleirri í þessum myndum. Svo kom sjokkið... Hann átti að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar... Kannski... Veit ekki... Sennilega...
Margir af virtustu leikurum, tónlistarmönnum ofl. eru snælduruglaðir eða hafa gert ýmislegt af sér. Þannig að maður þarf kannski ekkert að fá samviskubit yfir því að hafa fílað O.J. í Naked Gun myndunum.

Hér eru dæmi um nokkra rugludalla sem margir fíla og ekki endilaga ég. 

George Michael - ósæmandi hegðun á klósetti og tekinn undir áhrifum lyfja á bíl
Phil Spector (upptökustjóri) - ákærður fyrir morð (veit ekki hvort hann er sekur, en sennilega gúgú)
Britney með - barn í fangi undir stýri ofl, ofl, ofl, ofl,
Paris Hilton - Snarrugluð
Lindsey Lohan - Snarrugluð
Sinnep frá SS... ég meina O´Connor - Reif mynd af Páfanum á tónleikum. (mér er ss sama, en tilhvers að rífa myndina?)
ofl... ofl... ofl...

Þetta eru fyrirmyndir alltof margra krakka og unglinga. Margt væri betra í heimi hér ef ýmis skilyrði yrðu sett á við uppgötvun á upprennandi stjörnum í heimi frægðar. Og ef viðkomandi hagar sér eins og fíbbbl, þá mætti bara rifta samnigi við viðkomandi... Nei... ég veit ekki. Datt þetta bara svona í hug


mbl.is O.J Simpson handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

O0... Er munurinn sýnilegur úr fjarlægð

Nýju bílnúmerin, með bókstaf meðal talnarrullunnar. Mér datt í hug að það væri ekki of auðvelt að sjá muninn á td. númeri ,,HJ O45" (með o-i). eða ,,HJ 045" (með núlli). Er merkjanlegur munur á þessum tveim.

Mér finnst bara eitthvað svo skrýtið að sjá þessi nýju númer. Kannski er það bara ég...


Ókey, sumarið búið

Maður verður víst að sætta sig þetta. Sumarið endar alltaf einhverntímann. Það var nú reyndar ekkert spes undir lokin. En svona glimrandi gott hér fyrir suðvestan um miðbik. En nú kannski væri bara fínt að fara fá frost og smá hríð í stað allrar vætunnar...

Eða hvað? En ég held að maður verði bara að taka fram úlpuna.


mbl.is Vetrarveður á sunnanverðu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með barn í fangi undir stýri

Ég hneykslaðist nokkuð í dag þegar ég mætti bíl þar sem ég sá að bílstjórinn hélt ungu barni í fanginu og leyfði því að stýra. Ég var að koma út í Gufunes, þar sem Sorpa er til staðar, á leið til losunar um tíu leytið í morgunn. Þar mætti mér grár sendibíll og undir stýri var þar barn 2-3ja ára gamalt og sat í fangi fullorðinnar, en greinilega óþroskaðrar manneskju á nokkurri ferð eftir götunni. Þarna er þónokkur umferð stórra ökutækja, sem læðast ekki beint eftir götunni. Ég vil ekki hugsa um hvað hefði getað gerst ef hann hefði óvart misst stjórnina, krakkinn kippt í stýrið eða bara einhver annar misst stjórnina og komið beint framan á hann.

Bara varð að losa um þessa hneykslan mína.


Bandarískir hermenn létu lífið í umferðarslysi í Írak í dag

Mér liggur við að segja, að það sé meiri sæmd yfir því, fyrir bandarísku hermennina í Írak, að deyja í umferðarslysi heldur en fyrir þessa hernaðarvitleysu framda í nafni Guðs míns sem ég held að sé frekar sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Vil ég benda á pistil Guðna Más vinar míns um þetta mál.


mbl.is Sjö bandarískir hermenn létust í umferðarslysi í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GSM 20 ára

1987... Er ekki frekar stutt síðan...? Eða mér finnst það. Ég allavega man margt síðan ´87 eins og það hafi gerst í gær. En segiði mér... Hvernig fórum við að áður en maður gat hringt í fólk hvar sem er.

Jú, ég man eftir því þegar sumir voru aldrei heima hjá sér, til að svara í símann, og það var hreinlega ekki hægt að ná í viðkomandi, nema hitta hann óvart á gangi.

Einn vinur minn á pabba sem var læknir þá og hafði símann ekki opinn heima hjá sér nema milli 15:30 og 16:00 meðan hann var með símatíma. Á öðrum tímum var ekki möguleiki að hringja í þennan vin minn. Það hefði nú verið kostur ef hann hefði haft GSM síma í herbegginu sínu.

Já, lífið er svo einfalt í dag... Cool nema þegar fólk slekkur á símanum sínum, setur hann á ,,sælent" eða er utan þjónustusvæðis. Hversu margar eilífðir finnst manni líða þangað til næst aftur í viðkomandi...


mbl.is Farsímatæknin orðin 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsöngurinn...

Ég er ekki að kasta rýrð á lagið sem slíkt. Þetta er ákaflega fallegt lag og texti, en bara ekki fyrir hvern sem er að syngja. Mér finnst að þannig ætti þjóðsöngur ekki að vera. Allir eiga að geta sungið hann án vanræða.

Blessaður þjóðsöngurinn sem enginn venjulegur maður getur sungið

Mér finnst hálf hallærislegt að fylgjast með íslenska landsliðinu í einhverri íþróttagrein standa virðulega (þá sjaldan að ég horfi á slíkt) með hönd á brjósti og reyna hreyfa varirnar á sannfærandi hátt á meðan að þjóðsöngurinn okkar er spilaður, á meðan að væntanlegir andstæðingar í komandi leik syngja hástöfum með sínum þjóðsöng.

Vitandi, hér áður fyrr, hvað þjóðsöngurinn okkar er flókinn í flutningi fannst mér það fyndið, þegar ég komst að því að lagið sem ég hafði sungið með textanum ,,Rúgbrauð með rjóma á", mjög einfalt og skemmtilegt lag, væri sungið við þjóðsöng breta.

Af hverju ekki að finna upp á einhverju nýju lagi og hafa það þannig að hver sem er geti sungið með.

Efna til samkeppni um nothæft lag... mæli með því.


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef slökkvibíll... ????

OK, ég er að keyra ruslabíl eins og áður hefur komið nokkrum sinnum fram hér. Í morgunn var ég að keyra um Lindargötuna í 101 RVK, ekki að það sé fréttnæmt, nema að bílum er illa lagt um allan miðbæ Reykjavíkur og víðar og það var mjög þröngt þarna á Lindargötunni og þar sem ég var að troðast þarna á bíl í vöruílastærð með c.a. 1 sentimetra sitthvoru megin við bílinn að reyna að rekast ekki utan í bílana, þá datt mér í hug... Hvað ef kviknar í, og það heima hjá þeim sem leggja illa og slökkviliðið þarf að komast á saðinn...???

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband