Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2008 | 00:11
Almenningssamgöngur...
Hér í Köben og ég veit að í Osló virka þær, en heima í Reykjavík finnst mér þær ekki eins þjálar. Þegar Köben og Osló eru miklu stærri og flóknari borgir en Reykjavík, af hverju er ekki hægt að fá þjálla strætókerfi sem virkar betur á svo litlu svæði?
Hér í Köben dettur manni allt í einu í hug að taka strætó og þá gerir maður það, af því að maður þarf ekki að bíða nema örfáar mínútur. En í Reykjavík myndi biðin sennilega vera 20-30 mín.
Kannski eru síðustu breytingar á strætókerfi höfuðborgarsvæðisins til hins betra, en samt virðist maður þurfa að bíða heil ósköp og ferðast of lengi jafnvel góðan hálftíma eða klukkutíma. Ég held að það væri hægt að laga þetta með fjölgun ferða. Ráðamenn þurfa að einbeita sér kannski betur að þessu.
Ef hægt væri lokka fólk til að taka strætó þá myndi mengun á svæðinu minnka og slit á götunum. Umferðin myndi minnka og allir kæmust leiðar sinnar fljótt og örugglega og líka þeir sem nauðsynlega þurfa að vera á bíl. Götur borgarinnar myndu bera umferðina betur, ekki væri þörf á miklum og dýrum framkvæmdum, minna væri um hraðakstur, slysatíðni myndi minnka, eldsneytisverð myndi lækka vegna minnkandi sölu og margt mætti tína til enn.
Þarf að hafa fleiri orð um kostina við betra samgöngukerfi.
Hvar eru mennirnir sem hönnuðu kerfin fyrir Köben og Osló? Veit einhver símann hjá þeim?
Endilega fylgist áfram með okkur hér á bloggi Önnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 22:13
Anna bloggar...
Kíkkið á fréttir af okkur í Köben hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 20:00
Þá er það Kóngsins Köben...
Ég og Anna Valdís smelltum okkur til Kaupmannahafnar, svona aðeins til að kíkka við hjá henni Margréti Þórhildi. Hún hefur það fínt og biður að heilsa öllum... nei, djók...
Erum að ákveða hvort okkar kemur til með að uppfæra bloggið sitt reglulega með fréttum af okkur. Fylgist með...
Bloggar | Breytt 16.4.2008 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 08:52
Með síðustu færslu í huga...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 08:22
Gleðilega páska...
Þá er að ráðast á páskaegg... ...eh, já... það er víst búið að berja á því, enda ekki mikið eftir af þvi
Rebekka er langt komin með sitt og við, ábyrggðarfullu foreldrarnir að reyna að telja henni trú um að það sé nú gott að eiga eitthvað seinna í dag svo það hverfi nú ekki alveg í einu. Ég held að það þurfi að bursta tennur nokkrum sinnum í dag
Hún var svo spennt í gærkvöldi að hún ætlaði aldrei að sofna, langaði svo í páskaeggið sitt
En nú, rétt í þessu ákvað hún að geyma restina... hjúkk!!!!! Spennusagan á enda en ég er samt með aðra áhugaverða sögu...
Jæja, það var ekki sjón að sjá mig eftir Samhjálparsamkomuna á föstudaginn. Ég sat undir lýsingum Heiðars, forstöðumanns Samhjálpar er hann flutti ræðu föstudagsins langa um þjáningar Jesú út frá læknisfræðilegum sjónarmiðum og því blóðugri sem þær urðu, því meira varð ég fölur Svo kom að því sem ég óttaðist... ,,Við skulum fá lofgjörðarhópinn upp" og svo að sjálfsögðu þurfti Halldór (lofgjörðarleiðtoginn) að biðja mig að syngja ,,Að krossinum". OK. hugsaði ég, þetta verður í lagi, ég hlýt að standa þetta af mér... en, nei. Lagið var ekki langt komið og ég varð bara veikari og veikari
og hélt að að lokum að ég ætla að hrynja niður, en hafði vit á því að hætta að syngja og setjast niður. En virtist ekki duga til og varð að fara afsíðis. Mér var sagt eftir á að ég hefði verið hvítari en hvíta skyrtan sem ég var í. Ég fór svo heim og lagði mig og hresstist við og fór svo með Önnu og Rebekku til tengdó í hangikjöt um kvöldið.
Það sem gerist þarna er mér óskiljanlegt. Á flestum skyndihjálparnámskeiðum og öðru slíku sem viðkemur slíkum lýsingum, þá verð ég bara veikur, fæ aðsvif og verð að fara afsíðis. Veit ekki hvað gerist.
Eini sinni, heima hjá honum Pétri Reynis vini mínum, var hann að sýna okkur nokkrum úr hjúkrunarfræðibókunum sínum sem hann var að læra. Ég man að ég var orðinn eitthvað skrítinn en vissi ekki hvað var að gerast og hélt bara áfram að fylgjast með af forvitni... ...þegar Pétur nær í aðra bók um réttarrannsóknir. Þar sýndi hann okkur hitt og þetta, en þegar ég sá myndina af alvöru líki með skotgat í enninu... ...þá man ég eins og gerst hafi í gær, að ég gekk fyrir hornið á ganginum og man ekki meir fyrr en ég vaknaði á gólfinu með Pétur stumrandi yfir mér spyrjandi ,,Gústi, Gústi, er ekki allt í lagi" Ég man að ég vaknaði og var alveg undrandi og velti því fyrir mér af hverju ég hefði sofnað á gólfinu heima hjá Pétri...
Svo er bara að hvíða fyrir lýsingum Halldórs í Mozaík í dag. Ég geri ráð fyrir að ræðan hans verði svipuð og ræðan hans Heiðars. Hugsa að Halldór fyrirgefi mér ef ég þarf að skreppa afsíðis á meðan hann talar.
En ég er samt að öðru leyti spenntur fyrir samkomunni í dag, sem verður stofnsamkoma ,,Mozaík Hvítasunnukirkjunnar" Hún er klukkan tvö í dag fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 14:30
Jæja!!!! Þögning rofin AFTUR...????
Ég veit...
...hef ekki verið duglegur að skrifa, nánast hætti eftir ferðina til svíjaríkis í nóvember síðastliðnum. Nú skal ekki sagt hvort að ég ætli mér að verða duglegur að skrifa aftur, en nú er allavega góður ásetningur að baki færslunnar.
Sit hér heima með Rebekkunni og erum að horfa á upptöku af Snillingunum (Little einsteins).
Nú er ég, kannski eins og einhverjir vita farinn að spila á bassa í nýju lofgjörðarbandi í Mozaík Hvítasunnukirkju á miðvikudögum. Bandið er alveg ótrúlega fínt og þétt og menn sem kíkka við á samkomum hafa orð á því hvað bandið sé gott. Við vorum alveg gáttuð eftir fyrstu æfingu og fyrstu samkomu hvað þetta tókst vel þá og ekki versnar bandið eftir því sem það spilar oftar.
Þetta er fín viðbót við það sem er, Samhjálp, Lindina og fjölskyldulíf og vinnu og svo er ég að dútla við nokkur lög með ungum manni frá afríku sem langar að gera disk með sínum eigin lögum.
Ég skal ekki áfellast neinn sem er hættur að nenna að lesa bloggið mitt enda ekki duglegur að lesa annara blog. Kannski þarf ég bara að taka mér smá tíma í þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2008 | 22:27
Þögnin rofin....
Jæja þá, Gleðilegt nýtt ár vinir og takk fyrir það gamla... Vá klisjan, en alltaf jafn góð.
Loksins kveikti ég á tölvunni. Hef varla snert tölvuna yfir jólin og er það mjög svo ólíkt mér, en allavega, þá er ég kominn á skrið á ný.
Ég hlakka til nýja ársins. Er fólk ekki spennt að sjá hvað verður á árinu? Á morgunn byrjar að dimma aftur eftir jólin, slökkt verður á hinu og þessu jólatrénu um bæinn og svo hverri seríunni á eftir annarri og skammdegisdimman tekur við. Já, þá er eins gott að vera í góðum gír og bjartsýnn, ekki velta sér upp úr því hvað allt er dimmt.
Ef allir gætu nú horft fram á við og hlakkað til að sjá hvað hver dagur ber í skauti sér. Þá væri nú miklu auðveldara að lifa fyrir.
Allavega, hafið gott ár...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 13:12
Nýtt Joshua Tree dæmi er...
...flott. Ég er búinn að dæla lögunum inn í I-pod- inn minn og hlusta við hvert tækifæri. Þarna eru nokkur demo m.a. eitt sem heitir ,,Desert og our love" sem mér fannst ekkert sérstakt og eiginlega ekki hæft til útgáfu og ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum þeim datt í hug að gefa þetta út. Svo var ég að lesa í bók sem fylgir með, þar sem viðkomandi aðilar tjá sig um upptökuferlið ofl. viðkomandi plötunni, las ég klausu um þetta demo, þar sem The Edge segir frá því að þetta lag varð seinna ,,I still haven´t found...". OK. Þá fór ég að hlusta aftur á demóið og heyrði greinilega að þetta eru sömu hljómar og nánast hægt að syngja ,,I still haven´t found..." við.
Svo er DVD diskurinn. Hann inniheldur tónleika sem ég veit, að sumir myndu ekki gefa frá sér sökum ófullnægjandi gæða. Spilamennskan og söngurinn eru ekki fullkomin og Bono hreinlega hás. En það sem mér finnst svo gaman við þá eftir nokkur áhorf (reyndar á fyrri helmingi vegna þreytu og svefns á sófanum ;), er hvað þeir eru í góðum fílíng og hafa gaman af.
Svo náttúrulega er ,,The Joshua Tree" platan sjálf snilld og eins og ég hef áður sagt, ,,Red hill mining town" besta lag þeirra U2 manna frá upphafi. Ég efast um að þeir toppi það hér eftir fyrir minn smekk.
Mjög sáttur við nýju útgáfuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 16:23
Búnn að eignast...
nýja Joshua tree dæmið í svaka boxi... Hrikalega ánægður með það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 00:08
Loksins fleirri myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)