Færsluflokkur: Bloggar

Svíaríki: dagur 2b

Mæli með þessu sem er magnað biblíuleitarforrit. Frítt niðurhal.

Svo langar mig að benda á bók sem er fáanleg á netinu. Hún heitir "The Keys for Positive Relationships". Okkur var kennt úr henni í morgunn og við látin taka persónuleikapróf sem er í henni og sýnir manni að fólk mimunandi. Já, við vissum það, en þessi bók gefur alveg nýja sýn á það. Hér er hægt að kaupa hana.

Segi seinna frá frábærri samkomu sem við tókum þátt í í dag.

Góða nótt.


Svíaríki. Dagur 2

Í gær komum við með lestinni frá Kastrup og vorum orðin vel hrist og pirruð. Þegar við komumst svo á staðinn tók á móti okkur MR. Andersson (úr Matrix)... nei, nei. Hann heitir Jónas Andersson og svo var líka hann Rickard Lundgren sem er einskonar frumkvöðull að kirkjustarfinu hér. Svo var lent í Pizzu á stað sem heitir Verona. Undarlegar pizzur. Ein tegundin var með rækjum og kjöti, önnur var með kjöti, eiginlega beef og bernessósu. Svo var líka ein Mexíkönsk sem var slatta bragð af og svo grænmetispizza. Smakkaði þær allar nema grænmetispizzuna. Allar eðal góðar (veit ekki um grænmetis). Svo var haldið í kirkjuna á hvílustað. Var alveg búinn um 10 leitið að staðartíma og sofnaði ekki löngu síðar. Vaknaði svo líka uber hress klukkan 6 í morgunn og fór í sturtu. Hún er úti... eða þannig. Þurfum að fara út og svo inn í einskonar bílskúr. Þar er fín sturta. Þannig að nú sit ég endurnærður og skrifa þessar línur.

Hlakka til dagsins í dag. Fáum kennslu frá Pastor kirkjunnar núna klikkan 9 að staðartíma. Svo verður farið eitthvað á flakk í trúboð til Eskiltuna sem er smábær í grendinni. Mikið þunglyndi þar, sjálfsvígtíðni há og mikið atvinnuleysi. Allskyns þjóðflokkar þar. Richard er byrjaður með kirkju þar en hún mjög lítil ennþá.

Svo eru hér nokkrar myndir


Farinn til Svíþjóðar

Já, verð sennilega í bloggfríi á meðan, nema ég komist í netsamband.

Kannski M-blogga ég (þ.e. myndablogga) hér. Það er óhætt að kíkka og gá.


Nýr Oslo Gospel Choir diskur...

 

CD Cover, Oslo Gospel Choir, we lift our handsVerð að sjá DVD af þessu. Magnaður kór sem sótti okkur heim í fyrra fyrir jólin. Hér væri hægt að endurlifa stemminguna og líka á fyrri diskinum sem einnig er á sama tengli.


Falling Down er fínt lag...

...en, ég er ekki viss með timberlake og timbaland séu að gera góða hluti með DD. Kannski er ég bara neikvæður, gamaldags DD sinni.


mbl.is Duran Duran og Justin Timberlake í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Biblíuþýðing...

Ég verð að segja það, að það litla sem ég er búinn að fletta í nýrri Biblíuþýðingu á netinu, get ég ekki séð að nýr texti hafi verið saminn. Þetta er eingöngu uppfærð þýðing á. T.d. 3Mós 18:22 sem ég hafði heyrt að væri búið að fara í málamiðlun með. Skoða eitt og annað sem átti að vera hreinar villukenningar. Sé ekki að textanum hafi verið breytt. Aðeins þýddur. En það skal tekið fram að ég er ekki búinn að lesa alla Biblíuna í nýrri þýðingu. En stefni að því síðar.

Ekki láta segja ykkur hvað stendur í nýrri þýðingu, eða Biblíunni yfirleitt. Lesið hana sjálf og gagnrýnið svo...

Las á biblían.is. Þar er hægt að lesa hana alla þar.


Perlumarkaður

Skrapp í perluna í gær eins og sannur tólistarunnandi var kominn með slagsíðu eftir smá stund af titlum. Svo tók niðurskurður við (vegna tilraunar til skynsemi) og skilaði aftur mörgum titlum. Einn af þeim var The Wall og skammast ég mín nánast fyrir að segja frá því. Þar sem ég hef ekki átt eintak af tónverkinu í mörg, mörg ár. Á reyndar myndina og svo Berlínar gjörninginn hans Waters. En það er ekki nóg, þar sem upptökur og hljóðblöndun eru ekki eins í myndinni og á plötunni.

En það sem ég verslaði var...

The Ragpickers Dream - Mark Knopfler
Big Thing - Duran
Human Child/Mannabarn - Eivor

Knopfler er ein af æsku gítarhetjunum úr Dire Straits og r mig búið að langa í þessa plötu siðan hún kom út en alltaf séð eitthvað merkilegra þegar ég er í plötubúðum. Nú lét ég verða af því að kaup´ana. Mögnuð og smá minnir á Dire Straits  tímann.

Big Thing með Duran var bara eitthvað sem vantaði í safnið, eða þannig. Reyndar eru nú nokkrir Duran sprettir þarna og bara fínir. 

Sá Eivor á Menningarnótt og þótti mögnuð og hét því eiginlega að eignast nýju plötuna hennar. Platan er mögnuð. Kann reyndar betur við lagið Mannabarn heldur en Human Child, þ.e. hljómar betur á móðurmáli hennar. Svo líka eru smá taugar til Færeyja eftir að ég var þar eitt sinn í Biblíuskóla.


Sorglegt...

Mér hefur fundist Rækonen vera svo mikill fílupoki, en í dag sá ég hann brosa út að eyrum. Kannaki ekki skrýtið. Gaman fyrir hann en fúlt fyrir Hamilton. Ég sárvorkenni Hamilton, vegna óhappana hjá honum. Kannski bara klikkar hann svona undir pressu. Veit ekki...? Hefði viljað sjá hann vinna þetta.

Reyndar var ég orðinn leiður á Sjúmakker, þegar hann vann og vann í formúlunni. Hamilton er ótrúlegur bílstjóri svo  kannski verð ég leiður á honum þegar hann vinnur hvert mótið á fætur öðru í framtíðnni.


mbl.is Räikkönen heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá fyrstu hendi

Hér er fréttin um The Joshua Tree á heimasíðu U2. Alltaf best að fá fréttir frá fyrstu hendi. Þeir voru bara ekki fyrstir til að birta fréttina, þannig að ég smellti fyrsta linkinum sem ég fann um þetta í síðustu blogfærslu

http://www.u2.com/news/

Ég hlakka ekkert smá til að sjá þetta og langar mikið í veglegan pakka af þessu, jafnvel í jólagjöf (hæ elsku Anna mín, þú dásamlega eiginkona Wink)

 


Ný Joshua Tree

Hér er áhugaverð slóð um endurútgáfu sem ég hlakka til að eignast

http://confessionsofafanboy.com/2007/10/16/the-joshua-tree-turns-20-gets-remastered-for-nov-20th-release/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband