Færsluflokkur: Bloggar
14.10.2007 | 22:32
Veit ekki...?
Þetta eru, skilst mér, ekki góð skipti fyrir Samhjálp, þar sem Vilhjálmur er mjög jákvæður út í starf samhjálpar. En svo aftur á móti var Gísli Marteinn á fullu að einkavæða vinnuna mína. Það var búið að ákveða að bjóða út eitt hverfi í sorphreinsun til prufu. OK. Til prufu já. Verðið og þjónustan verður í lagi fyrst um sinn hjá tilvonandi hreinsurum. Svo þegar ákveðið verður að bjóða út alla borgina, þá breytist allt saman. Gjaldið hækkar og þjónustan versnar. Dettur það bara svona í hug.
Hver veit nema það verði bara útlendingar sem tala ekki íslensku sem hreinsa ruslið heima hjá þér. Allt í lagi þangað til þú þarft að biðja þá um greiða og taka aukaruslið hjá þér, færð engin svör. Við erum stundum spurðir út í eitt og annað er viðkemur sorphreinsun. Við vísum stundum á bílstjórann ef við erum ekki vissir, hann kannski hringir í yfirmann og svarið er komið jafnóðum. En ef allir í flokknum eru útlendingar sem ekki tala íslensku...? Kostur eða ekki...?
Ég er ekki rasisti, það er samt verri þjónusta ef ekki er hægt að hafa samskipti við ruslakall. Allt í fína ef útlendingarnir tala íslensku.
Hvert stefnir sorphreinsun í valdatíð Dags og Co? Mun vinnan mín vera boðin út og ég missi vinnuna eða verður reynt að lækka við mig launin eða bjóða mér meiri vinnu fyrir sama kaup?
Ég vona það besta...
Annars er ég búinn að vera upptekinn við allt annað en að blogga. Það væri gaman að fá fleiri komment á nýja lagið ,,Ég vil fylgja þér" hér til vinstri.
Æji!!!!! Svona bara líður mér akkúrat núna.
![]() |
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2007 | 23:47
Frumflutningur á nýju lagi eftir Ágúst Böðvarsson
Já, það er ég... takk, takk!!! Djók
Ég var að smella inn í spilarann nýju lagi, sem ég hef verið að dútla við síðasta árið eða svo ásamt fleirum. En allavega langar mig að frumflytja þetta lag hér. Þetta er reyndar á ,,Demó" stigi ennþá, veit ekki með sönginn. Kannski er hann fínn. Þið finnið lagið í spilaranum hér til hliðar. Það heitir ,,Ég vil fylgja þér".
Endilega kommentið á lagið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2007 | 01:04
Loksins, loksins vinnum við Júró...
Já, á næsta ári verður okkur óhætt að vinna Júróvisjón. Tónlistarhúsið verður passlega tilbúið þegar við þurfum að halda keppnina. Ég hlakka til, að geta brugðið mér af bæ, og horft á keppnina með berum augum, í stað þess að sitja með ferköntuð augu í góðri von...
NOT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
![]() |
Tónlistarhúsið að komast upp úr jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 21:12
Sitt sýnist hverjum... um fyndni...
Var í dag að vinna í bústaðnum, hvar við tengdapabbi ákváðum að smella okkur í mat á ákveðnum stað, skammt frá, sem selur heimilsmat tilbúinn til átu. Þar sem við stóðum við afgreiðsluborðið og rýndum í pottana, fengum við að heyra að þarna væru hakkbollur úr blöndu af lamba og kindakjöti.
Tengdapabbi; ,,nú rolla?"
Ég; ,, er lambakjötið drýgt með sjálfdauðri rollu?"
Tengdapabbi; ,,þú ert rosalegur"
Konan sem eldað hafði matinn; ,,maður segir ekki svona" og strunsaði inn fyrir til að ná í eitthvað. Hún virtist ekkert hress með athugasemdina mína.
Mér fannst ég nokkuð fyndinn, en tengdapabbi er ekki eins viss um það og ég. Ég er reyndar ekki viss með konuna.
Maturinn var þokkalegur, við vorum saddir og gátum farið aftur að vinna.
Annars er það að frétta af bústaðnum að parketið er komið á stofuna. Nú bíðum við eftir að límið taki sig nógu vel svo hægt sé að pússa og lakka það.
Á meðan er erum við að spá í að skella sturtubotninum á sinn stað og flísaleggja svo í kring eða að klára forstofugólfið með flísalagningu ofl á morgunn. Kemur í ljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 22:01
Nýtt lag...
Hér til vinstri er kominn tónlistarspilari sem ég hef ekki virkjað hjá mér fyrr en nú og vígi hann því og með lagi sem ég samdi við textann ,,Faðir, hér er ég" eftir hann Guðna Má Henningsson vin minn og útvarpsmann. Reyndar mistitlaðist lagið hjá mér, og heitir hér ,,Ég leitaði meðal blóma" og finnst undir því nafni í spilaranum
Ljóðið, þegar það byrtist á síðunni hans Guðna, byrtist mér sem einhverskonar áskorun um að semja lag. Takk Guðni fyrir falleg ljóð og Takk GUÐ fyrir hæfileikann að fá að semja tónlist þér til dýrðar.
P.S: Setti einnig ,,Að krossinum" inn líka og svo kannski með tíð og tíma önnur lög sem ég hef samið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2007 | 23:58
OHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!...................
Var að skrifa fína færslu og ætlaði að setja inn tilfinningatáknin góðu, þegar allt frosnaði og internetexplorerinn bara slokknaði. OK, virkaði núna.
Jæja, allavegaþávorumég,frúinogtengdapabbiaðsjáLADDAáðanogerumkátmeðþaðogsvovorumviðtengdapabbiíbústaðnumaðvinna.
Færslan í stuttu máli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 00:28
Snemma í bað á morgunn
Það er eins gott að maður muni eftir þessu í fyrra málið og drattist í sturtu áður en þeir loka.
Mikið er gott að maður er kominn með uppþvottavél, annars hefði ég kannski lent í vandræðum með uppvaskið á morgunn. Þvo fitugt leirtau upp úr köldu. Hafiði prófað það.
![]() |
Lokað fyrir heitavatnsæð í Grafarholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 20:55
Nú er stuð...
Ég og tengdapabbi erum á fullu, þ.e. á daginn, uppi í bústað að vinna núna, þar sem ég er í sumarfríi. Okkur er að takast að koma lagi á ýmislegt. Erum t.d. að parketleggja, og bráðum verður hægt slappa af í stofunni án þess að horfa á verkfærin úti um allt.
Rákumst reyndar á leka í þakinu og vonum að því verði kippt í liðinn þegar styttir upp.
Það er að verða kominn tími til að þrífa og hreinsa upp gamla hornsófann sem er í geymslu í vinnuskúrnum á lóðinni við bústaðinn.
Annars er ég að reyna líka að nota nokkrar klukkustundir í nýjum (gömlum) lögum sem hugsanlega gætu komist á annan CD fyrr en seinna. Kannki ér ég að hugsa um smáskífu fyrir jólin, bara svona til að koma 2-3 lögum í umferð. Nokkur sjálfbrennd eintök kannski.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 00:27
Kjalarnes???
Ekki skil ég fólk sem vill búa þarna... Það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur, en veðrið...
Svo er til fólk sem segir að það sé fínt að búa á Kjalarnesi.
![]() |
Varað við því að fólk sé á ferðinni á Kjalarnesi vegna ofsaveðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 23:54
Skemmtileg færsla á Hljóðafls-síðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)