Færsluflokkur: Textarnir mínir

Er ég kalla á Jesú

Ég er bara - ein mannvera
Ósköp einföld - ein og sér
Aldrei gengið - á vatni fengið
Aldrei hamið - vindinn hef

Stundum ég læðist á braut
svo ég sjái ekki heiminn
líkt og barn sem í myrkri oft er hrætt.

En er ég kalla á Jesú allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú fjöllin þau færa sig
því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig

La-la-la  La-la-la  La-la-la

Þreytti bróðir - brotna dóttir
Þú sem ert að syrgja - ert ekki ein(n)

Kannski þreyttur og sár er þú horfir á heiminn
og sú von sem þú áttir farin er...

 ...En er þú kallar, Jesús - Allt er þér mögulegt
Og þú munt fljúga upp á vængjum sem örn
Er þú kallar Jesús - Fjöllin þau færa  sig
Því Hann mun jörðina´ og himinn færa úr stað fyrir þig

Leita Hans að morgni
Leita Hans að degi
Leita á kvöldin Hann er þar
Ef hjarta þitt er brotið
Og þú ert niðurdreginn
Mundu hvað hann sagði
Hann er þar, Allsstaðar

En er ég kalla á Jesú  -  Allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú  -   Fjöllin þau færa sig
Því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig

La-la-la  La-la-la  La-la-la

("Call On Jesus": © 2001Nicole C Mullen - Ísl. texti: Ágúst Böðvarsson)


Ég vil fylgja þér

Hugur minn reykar yfir farinn veg
Hér ert þú Drottinn hér er ég
Ég kom til þín Kristur, þú kenndir mér
Leiddir mig leiðina til þín

Ég þrái Dottinn að fylgja þér
Í öllu sem er að gerast
Ég leita þíns vilja þá svarar þú
Kemur ó Drottinn segir mér til

Fjötra þú felldir felldir þá af mér
Náðin er ný og orðin mín
Vonin er vakin vakin með þér
Ég kem ó, Kristur kem til þín

Ég þrái Dottinn að fylgja þér
Í öllu sem er að gerast
Ég leita þíns vilja þá svarar þú
Kemur ó Drottinn segir mér til

Ágúst Böðvarsson 2007 n©b - Allur réttur áskilinn


Þú, já aðeins þú (ég lofa þig)

Þú, já aðeins þú
Drottinn Guð ert mér allt
Ég vil þakka þér
Drottinn Guð að þú ert mér allt

Og ég lofa þig
og vegsama þitt nafn
Enginn annar er sem þú
Já, ég elska þig
og vil upphefja þitt nafn
Drottinn hver er sem þú?
Ég elska þig

Ég, hver er ég
Drottinn Guð að þú elskir mig
Þú, já aðeins þú
Drottinn Guð samt elskar mig

Og ég lofa þig
og vegsama þitt nafn
Enginn annar er sem þú
Já, ég elska þig
og vil upphefja þitt nafn
Drottinn hver er sem þú?
Ég elska þig

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


Geisli sakleysis

Svo fögur, og fíngerð
og fegrar allt umhverfið.
Þú gæðir mig gleði
og geislar af sakleysi.

Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér

Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér

Það glaðnar í hjarta
hvert sinn þú birtist mér.
Svo alger og indæl
er útgeislunin frá þér.

Þú gleður mig
Þú bræðir mig
Ég er dolfallinn - yfir þér

Hún er kraftaverk til mín
Litla stelpan mín svo fín
Drottinn þakka þér
Hvað þú gefur mér.
Ó, ég þakka þér
Drottinn þakka þér

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


Náð þín er ný á hverjum degi

Náð þín er ný á hverjum degi
Náð þín er ný á hverjum degi
Við lyftum höndum og lofum þig
og þakkir við færum þér
því náð þín er ný á hverjum degi.

Drottinn, þín náð mig hefur frelsað
Drottinn, þín náð mig hefur frelsað
Við lyftum höndum og lofum þig
og þakkir við færum þér
því Drottinn, þín náð mig hefur frelsað.

Hallelúja, hallelúja,
hallelúja, hallelúja,
halleluja, halleluja.

Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn


Ekkert annað nafn (Jesús, nafn þitt)

Jesús, nafn þitt
er verðugt lofgjörðar
Jesús, nafn þitt
er verðugt lofgjörðar

Ekkert annað nafn er verðugt
Ekkert annað nafn er verðugt
Ekkert annað nafn er verðugt
En nafnið Jesús

Jesús, nafn þitt
gefur frelsi, lækningu og lausn
Jesús, nafn þitt
gefur frelsi, lækningu og lausn

Ekkert annað nafn getur frelsað
Ekkert annað nafn getur læknað
Ekkert annað nafn gefur lausn og líf
En nafnið Jesús

Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn


Faðir, ég kem til þín

Faðir ég kem til þín
Með allt það sem að íþyngir mér.
Faðir þú ert huggarinn
Ég þrái að fá að vera í faðmi þér

Faðir þú gafst mér líf
Sem enginn getur tekið frá mér
Faðir þú mitt skjól og hlíf
Gættu mín, ég vil vera með þér

Lífið hverfult er og valt
Ef geng ég burt af þinni braut
Lífið verður allt svo kalt
Ef ekki gef ég þér mína þraut

Faðir þú gafst mér líf
Sem enginn getur tekið frá mér
Faðir þú mitt skjól og hlíf
Gættu mín, ég vil vera með þér

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


Ég játa fyrir þér (Guð ég þarfnast þín)

Ég játa fyrir þér
Guð ég þarfnast þín
því án þín í hjarta mér
hvar væri sála mín ?

Þú fyllir líf mitt af von
því þú gafst þinn einkason
Ekkert jafnast á við þig
Drottinn kom og fylltu mig.

Á degi hverjum Drottinn
verður þörfin ný
Er ég finn að ég er dottinn
og frá elsku þinni sný

Ágúst Böðvarsson 2000 n©b - Allur réttur áskilinn


Allt sem ég á

Allt sem ég á
allt sem ég hef
Allt sem ég þarf
allt sem ég gef
hefur Drottinn,
hefur Drottinn,
hefur Drottinn
gefið mér

Allt sem ég kann
allt sem ég get
Allt sem ég geri´
og allt sem ég set
hefur Drottinn,
hefur Drottinn,
hefur Drottinn
gefið mér

Dýrðin er þín,
dýrðin er þín,
dýrðin er þín
Drottinn
minn
Dýrðin er þín,
dýrðin er þín,
dýrðin er þín
Ég gef þér heiðurinn,
ég gef þér heiðurinn ó, Guð.
Ég gef þér heiðurinn
Drottinn
minn

Ágúst Böðvarsson 2005 n©b - Allur réttur áskilinn


Kenndu mér Drottinn

Mér sjálfum ég gleymi um stund
og hjartað ég hef upp til þín.
Að aðeins þú, já, aðeins þú
færir viljann inn til mín.

Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.

Ég þrái að öll þessi stund
sé helguð einum þér.
Tala þú, já, aðeins þú
að það byrti til hjá mér.

Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.

Ást þína og elsku
þú auðsýnir mér
hvert ár, hverja stund,
svo kenn mér kærleikann.

Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra.
Kenndu mér Drottinn að elska þig
því þá ég finn hvernig elska á aðra en mig.

Ágúst Böðvarsson 1999 n©b - Allur réttur áskilinn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband