Sitt sýnist hverjum... um fyndni...

Var í dag að vinna í bústaðnum, hvar við tengdapabbi ákváðum að smella okkur í mat á ákveðnum stað, skammt frá, sem selur heimilsmat tilbúinn til átu. Þar sem við stóðum við afgreiðsluborðið og rýndum í pottana, fengum við að heyra að þarna væru hakkbollur úr blöndu af lamba og kindakjöti.

Tengdapabbi; ,,nú rolla?"
Ég; ,, er lambakjötið drýgt með sjálfdauðri rollu?"Grin
Tengdapabbi;  ,,þú ert rosalegur"Crying
Konan sem eldað hafði matinn; ,,maður segir ekki svona" Angry og strunsaði inn fyrir til að ná í eitthvað. Hún virtist ekkert hress með athugasemdina mína.

Mér fannst ég nokkuð fyndinn, en tengdapabbi er ekki eins viss um það og ég. Ég er reyndar ekki viss með konuna.Whistling

Maturinn var þokkalegur, við vorum saddir og gátum farið aftur að vinna.

Annars er það að frétta af bústaðnum að parketið er komið á stofuna. Nú bíðum við eftir að límið taki sig nógu vel svo hægt sé að pússa og lakka það.
Á meðan er erum við að spá í að skella sturtubotninum á sinn stað og flísaleggja svo í kring eða að klára forstofugólfið með flísalagningu ofl á morgunn. Kemur í ljós.


Nýtt lag...

Hér til vinstri er kominn tónlistarspilari sem ég hef ekki virkjað hjá mér fyrr en nú og vígi hann því og með lagi sem ég samdi við textann ,,Faðir, hér er ég" eftir hann Guðna Má Henningsson vin minn og útvarpsmann. Reyndar mistitlaðist lagið hjá mér, og heitir hér ,,Ég leitaði meðal blóma" og finnst undir því nafni í spilaranum

Ljóðið, þegar það byrtist á síðunni hans Guðna, byrtist mér sem einhverskonar áskorun um að semja lag. Takk Guðni fyrir falleg ljóð og Takk GUÐ fyrir hæfileikann að fá að semja tónlist þér til dýrðar.

P.S: Setti einnig ,,Að krossinum" inn líka og svo kannski með tíð og tíma önnur lög sem ég hef samið.


OHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!...................

Var að skrifa fína færslu og ætlaði að setja inn tilfinningatáknin góðu, þegar allt frosnaði og internetexplorerinn bara slokknaði.Gasp OK, virkaði núna.

Jæja, allavegaþávorumég,frúinogtengdapabbiaðsjáLADDAáðanogerumkátmeðþaðogsvovorumviðtengdapabbiíbústaðnumaðvinna.

Færslan í stuttu máli


Snemma í bað á morgunn

Það er eins gott að maður muni eftir þessu í fyrra málið og drattist í sturtu áður en þeir loka.

Mikið er gott að maður er kominn með uppþvottavél, annars hefði ég kannski lent í vandræðum með uppvaskið á morgunn. Þvo fitugt leirtau upp úr köldu. Hafiði prófað það.Wink


mbl.is Lokað fyrir heitavatnsæð í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er stuð...

Ég og tengdapabbi erum á fullu, þ.e. á daginn, uppi í bústað að vinna núna, þar sem ég er í sumarfríi. Okkur er að takast að koma lagi á ýmislegt. Erum t.d. að parketleggja, og bráðum verður hægt slappa af í stofunni án þess að horfa á verkfærin úti um allt.

Rákumst reyndar á leka í þakinu og vonum að því verði kippt í liðinn þegar styttir upp.

Það er að verða kominn tími til að þrífa og hreinsa upp gamla hornsófann sem er í geymslu í vinnuskúrnum á lóðinni við bústaðinn.

Annars er ég að reyna líka að nota nokkrar klukkustundir í nýjum (gömlum) lögum sem hugsanlega gætu komist á annan CD fyrr en seinna. Kannki ér ég að hugsa um smáskífu fyrir jólin, bara svona til að koma 2-3 lögum í umferð. Nokkur sjálfbrennd eintök kannski.


Kjalarnes???

Ekki skil ég fólk sem vill búa þarna... Það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur, en veðrið...

Svo er til fólk sem segir að það sé fínt að búa á Kjalarnesi. Woundering


mbl.is Varað við því að fólk sé á ferðinni á Kjalarnesi vegna ofsaveðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg færsla á Hljóðafls-síðunni

Viskí og vindlabandið...

http://www.123.is/hljodafl/


Veiðitímar...

Ég tek aldrei eftir því að það sé einhver veiðitími á einhverjum fiðurfénaði fyrr en ég rekst á svona fréttir, eina eða fleirri.

Gæsa, anda, rjúpna, hænu, þrastar, hrafnaskyttur Wink týndar á öræfum. Ekkert til þeirra spurst í nokkrar vikur... Nei, djók.

Þetta fylgir samt alltaf. Það er eins og það sé alltaf einhver-jir sem ná að klúðra kortalestri eða einhverju öðru og týnast.

Alvarlegt mál að týnast. Er virkilega svona gaman að álpast með skotvopn út í óbyggðir, að menn bara geta ekki beðið eftir því að leggja af stað og gleyma þá kannski einhverju mikilvægu í leiðinni af stað...?
Spyr sá sem ekki veit...


mbl.is Gæsaskytta fannst við leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettur í hug ,,Naked Gun" myndirnar.

Hann, O.J. Simpson, var flottur í Naked Gun myndunum á sínum tíma. Lék frekar klaufskan lögreglumann, eins og fleirri í þessum myndum. Svo kom sjokkið... Hann átti að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar... Kannski... Veit ekki... Sennilega...
Margir af virtustu leikurum, tónlistarmönnum ofl. eru snælduruglaðir eða hafa gert ýmislegt af sér. Þannig að maður þarf kannski ekkert að fá samviskubit yfir því að hafa fílað O.J. í Naked Gun myndunum.

Hér eru dæmi um nokkra rugludalla sem margir fíla og ekki endilaga ég. 

George Michael - ósæmandi hegðun á klósetti og tekinn undir áhrifum lyfja á bíl
Phil Spector (upptökustjóri) - ákærður fyrir morð (veit ekki hvort hann er sekur, en sennilega gúgú)
Britney með - barn í fangi undir stýri ofl, ofl, ofl, ofl,
Paris Hilton - Snarrugluð
Lindsey Lohan - Snarrugluð
Sinnep frá SS... ég meina O´Connor - Reif mynd af Páfanum á tónleikum. (mér er ss sama, en tilhvers að rífa myndina?)
ofl... ofl... ofl...

Þetta eru fyrirmyndir alltof margra krakka og unglinga. Margt væri betra í heimi hér ef ýmis skilyrði yrðu sett á við uppgötvun á upprennandi stjörnum í heimi frægðar. Og ef viðkomandi hagar sér eins og fíbbbl, þá mætti bara rifta samnigi við viðkomandi... Nei... ég veit ekki. Datt þetta bara svona í hug


mbl.is O.J Simpson handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

O0... Er munurinn sýnilegur úr fjarlægð

Nýju bílnúmerin, með bókstaf meðal talnarrullunnar. Mér datt í hug að það væri ekki of auðvelt að sjá muninn á td. númeri ,,HJ O45" (með o-i). eða ,,HJ 045" (með núlli). Er merkjanlegur munur á þessum tveim.

Mér finnst bara eitthvað svo skrýtið að sjá þessi nýju númer. Kannski er það bara ég...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband