15.9.2007 | 20:40
Ókey, sumarið búið
Maður verður víst að sætta sig þetta. Sumarið endar alltaf einhverntímann. Það var nú reyndar ekkert spes undir lokin. En svona glimrandi gott hér fyrir suðvestan um miðbik. En nú kannski væri bara fínt að fara fá frost og smá hríð í stað allrar vætunnar...
Eða hvað? En ég held að maður verði bara að taka fram úlpuna.
Vetrarveður á sunnanverðu landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 23:09
Með barn í fangi undir stýri
Ég hneykslaðist nokkuð í dag þegar ég mætti bíl þar sem ég sá að bílstjórinn hélt ungu barni í fanginu og leyfði því að stýra. Ég var að koma út í Gufunes, þar sem Sorpa er til staðar, á leið til losunar um tíu leytið í morgunn. Þar mætti mér grár sendibíll og undir stýri var þar barn 2-3ja ára gamalt og sat í fangi fullorðinnar, en greinilega óþroskaðrar manneskju á nokkurri ferð eftir götunni. Þarna er þónokkur umferð stórra ökutækja, sem læðast ekki beint eftir götunni. Ég vil ekki hugsa um hvað hefði getað gerst ef hann hefði óvart misst stjórnina, krakkinn kippt í stýrið eða bara einhver annar misst stjórnina og komið beint framan á hann.
Bara varð að losa um þessa hneykslan mína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2007 | 23:30
Bandarískir hermenn létu lífið í umferðarslysi í Írak í dag
Mér liggur við að segja, að það sé meiri sæmd yfir því, fyrir bandarísku hermennina í Írak, að deyja í umferðarslysi heldur en fyrir þessa hernaðarvitleysu framda í nafni Guðs míns sem ég held að sé frekar sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Vil ég benda á pistil Guðna Más vinar míns um þetta mál.
Sjö bandarískir hermenn létust í umferðarslysi í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 22:44
GSM 20 ára
1987... Er ekki frekar stutt síðan...? Eða mér finnst það. Ég allavega man margt síðan ´87 eins og það hafi gerst í gær. En segiði mér... Hvernig fórum við að áður en maður gat hringt í fólk hvar sem er.
Jú, ég man eftir því þegar sumir voru aldrei heima hjá sér, til að svara í símann, og það var hreinlega ekki hægt að ná í viðkomandi, nema hitta hann óvart á gangi.
Einn vinur minn á pabba sem var læknir þá og hafði símann ekki opinn heima hjá sér nema milli 15:30 og 16:00 meðan hann var með símatíma. Á öðrum tímum var ekki möguleiki að hringja í þennan vin minn. Það hefði nú verið kostur ef hann hefði haft GSM síma í herbegginu sínu.
Já, lífið er svo einfalt í dag... nema þegar fólk slekkur á símanum sínum, setur hann á ,,sælent" eða er utan þjónustusvæðis. Hversu margar eilífðir finnst manni líða þangað til næst aftur í viðkomandi...
Farsímatæknin orðin 20 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 23:47
Þjóðsöngurinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 21:00
Blessaður þjóðsöngurinn sem enginn venjulegur maður getur sungið
Mér finnst hálf hallærislegt að fylgjast með íslenska landsliðinu í einhverri íþróttagrein standa virðulega (þá sjaldan að ég horfi á slíkt) með hönd á brjósti og reyna hreyfa varirnar á sannfærandi hátt á meðan að þjóðsöngurinn okkar er spilaður, á meðan að væntanlegir andstæðingar í komandi leik syngja hástöfum með sínum þjóðsöng.
Vitandi, hér áður fyrr, hvað þjóðsöngurinn okkar er flókinn í flutningi fannst mér það fyndið, þegar ég komst að því að lagið sem ég hafði sungið með textanum ,,Rúgbrauð með rjóma á", mjög einfalt og skemmtilegt lag, væri sungið við þjóðsöng breta.
Af hverju ekki að finna upp á einhverju nýju lagi og hafa það þannig að hver sem er geti sungið með.
Efna til samkeppni um nothæft lag... mæli með því.
Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 15:49
Hvað ef slökkvibíll... ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 21:34
Nú er ég hættur...
Nú ætla ég að hætta að lifa. Það vill enginn borga mér millur fyrir réttinn á minni ævisögu, og er ég nú talsvert eldri en Hamilton... OK, kannski hef ég ekki afrekað neitt sérstakt...
Jú, það er kannski gaman að lesa um fólk sem stendur sig vel. Mér finnst strákurinn bara hafa komið mjög á óvart í formúlunni. En samt finnst mér heldur snemmt að rita ævisögu um mann sem er rétt túmlega tvítugur... eða er ég ósanngjarn að segja það?
Borga tvær milljónir dollara fyrir rétt á sögu Hamiltons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 00:09
Ef ég hefði ekkert annað við tíman að gera...
Skeggprúðir keppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 23:48
Umferðarpæling...
Hef ekki mikið pælt í því fyrr en alveg nýverið, að ef að ég myndi missa bílprófið, hefði það frekar mikil áhrif á vinnuna mína. Ég er afleysingarbílstjóri í minni vinnu og á launum eftir því og þar af leiðandi myndu laun mín lækka umtalsvert ef að ég tæki uppá því að brjóta svo af mér í umferðinni að prófið yrði hirt af mér.
Var að hlusta á ónefnda útvarpsrás um daginn þar sem var verið að spjalla við þau hjá umferðarúrvarpinu. Þar var verið að benda á 30 km hraða í skólagötunum og íbúðarhverfum. Ef ég missi mig og fer upp í 60 km hraða þar sem er 30 km hámarksraði, þá get ég hreinlega misst prófið, svo ég tali nú ekki um sektirnar þó maður fari ekki nema í 45 km hraða á sama stað. Það gæti orðið dýrt. Man ekki tölurnar, en man að þær eru frekar háar. Það er kannski bara allt í lagi svo að fólk keyri sómasamlega.
Var að koma úr Ölver (bústaðnum okkar nálægt Hafnafjalli) áðan. Var niðursokkinn við vinnu þarna uppfrá, þangað til ég ákvað að nú væri mál að komast í háttinn. Brá mér nokkuð í brún. Það var orðið alveg dimmt og nokkuð drungalegt þarna upp í sveit. Hef ekki keyrt í svona myrkri síðan einhverntímann síðasta vetur. Alltaf bregður manni (eða mér) jafn mikið þegar myrkrið skellur á manni að hausti til.
Jæja en nú er bara að hlakka til nýrrar vinnuviku...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)