9.12.2008 | 10:53
Tapaði fyrir tölvudraslinu... gleymdi að bakka upp gögnin...
Ekki mjög glaður þessa dagana.
Ég var, á laugardaginn, sem oftar að vinna við ákveðnar upptökur. Vinna við þessar upptökur hafa staðið yfir í marga mánuði. Svo gerist það að harði diskurinn klikkar eitthvað, nýr diskur, og ég heyri skrítið hljóð og komst ekki lengur inn á drifið. Svo þegar ég loksins komst í búðina, þar sem ég keypti drifið, þá fékk ég þann úrskurð að drifið væri ónýtt og allar upptökurnar farnar fyrir bý...
Kannski gleymir maður ekki beint að bakka upp, en trassar það kannski frekar.
Þetta verður skoðað sem atvik til að læra af og nú er bara að byrja upp á nýtt og gera kannski bara enn betur og vanda sig meira... ...og keypt verður nýtt drif og aukadrif til að bakka upp gögnin...
Svo reynir maður bara að og halda áfram...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2008 | 22:47
Rúnar Júlíusson
Drottinn minn viltu koma til fjölskyldu Rúnars og faðma þau með kærleika þínum.
Í Jesú nafni amen...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 15:40
Hvaða stress var þetta?
Ég skil ekki hvað ég var stressaður. Þetta var svo gaman... sem sagt jólatónleikar Fíladelfíu. Þeir verða sýndir á aðfangdagskvöld á RUV. Endilega kíkkið á það, þið sem ekki komust á tónleikana.
6 stk. tónleikar á 3 kvöldum. Svaka keyrsla en mikið rosalega fékk ég út úr þessu. Ég er í skýjunum.
Maður heyrir bara jákvæð comment og allir virðast vera í ánægðir.
Svo var bara veisla eftir lokatónleikana í gærkvöldi. Austurlenskur KRYDDAÐUR matur um ellefu leytið að kvöldi. Hvað er betra fyrir svefninn?
Ég ætla ekkert að útlista tónleikana hér. Þið verðið bara að bíða til aðfangadags og hana nú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2008 | 20:35
Ný eykst hjartslátturinn...
Á morgunn (þ.e. mánudag) er stóra stundin, þ.e. 1. og 2. af 6. Þá hefst hrina tónleika í Fíladelfíu sem væri kannski bara nokkuð eðlilegt fyrir mér eins og undanfarin ár í desember, nema núna er ég sjálfur að fara að henda mér út í djúpu laugina í tenór röddum og gospel sem ég er ekki mjög vanur að gera. Söng reyndar í kór sem var settur saman 1999 til að syngja inn á plötuna "Alllir mætast þar". Æfingar hafi staðið yfir einu sinni til tvisvar í viku síðan í byrjun nóvember og nú síðast í gær (lau) var æfing frá 1/2 tólf til 4. Og nú verða tvennir tónleikar á kvöldi og ég fann á æfingunni í gær að það verður erfitt að syngja í c.a 4 tíma á kvöldi, reyndar með smá pásu á milli, en samt...
Ég myndi kvíða þessu meira ef ekki væri fyrir Óskar Einarsson sem er alveg magnaður stjórnandi. En maður þarf líka að vinna sína heimavinnu og ég held að ég sé nokkuð öruggur á þessu. Það er samt eitthvað sem gerir mig kvíðinn, og svo að ég tali nú ekki um fyrri tónleikana á þriðjudagskvöldið. Þá er sjónvarpsupptakan og maður vill koma sem best fyrir á skjánum. Upptakan verður svo send út á aðfangadagskvöld og þá getur hver sem vill dæmt framkomu mína í sjónvarpi
Mætingin er svo snemma fyrir tónleika á daginn, að maður mætir nánast beint úr vinnu og kemur varla heim til sín nema til að sofa yfir blá nóttina.
Þetta verður náttúrulega mjög gaman en nokkuð álag og svo verður röddinn örugglega þreytt á fimmtudaginn að öllu þessu loknu, tenór raddir í kórum hvísla nefninlega ekki mjög mikið LA, LA, LA, LA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 00:28
Takk Drottinn fyrir...
...hvað ég á góða eiginkonu.
Hún er alveg frábær, elskar mig, er þolinmóð, skliningsrík, hvetur mig, styður mig, er frábær móðir dóttur minnar, góður kokkur, hefur góða yfirsýn yfir heimilið, minnir mig á þegar ég gleymi, er til staðar fyrir mig og Rebekku, flínk í höndunum, hugmyndarík..........
.....Anna Valdís Guðmundsdóttir, ég elska þig
Takk fyrir allt komið og ókomið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 00:18
Ofhlaðinn eða...
Ég velti því fyrir mér hvort að ég sé ofhlaðinn verkefnum... ekki það að fólk sé að hlaða á mig verkefnum, heldur ég sjálfur.
Það er margt spennandi um að vera og erfitt að segja nei.
1. Ég er eignmaður og faðir (dæmi mæðgurnar mig, hvernig gengur) 24-7
2. Ég er "Sorphirðir" að atvinnu 6:00-15:00 á daginn
3. Ég er að spila í Samhjálp á fimmtudögum 18:00-22:00
4. Ég er með útvarpsþátt Á Lindinni á þriðjudögum 15:30-18:00
5. Ég er að vinna í upptökum hjá Samhjálp, sem samanstanda af útgáfu á tveimur geislaplötum með öllu sem því tilheyrir
5. Ég er að syngja í jólakór Fíladelfíu sem æfir á þriðjudögum 18:00-21:00 í nóvember + öðruhvoru utan þess.
Maður reynir bara að velja og hafna utan þessarar dagskrár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2008 | 15:58
Elska Guðs!!!
Hér er slóð um elsku Guðs
http://www.chick.com/reading/tracts/1570/1570_01.asp
Og hér er texti
:,:Þú ert svo góður Guð
ert mér svo góður Guð
Ég syngja vil til eilífðar
Góður er Guð:,:
Ég vil syngja lofsönginn
daginn út og daginn inn
Ég syng og lofa þig
til eilífðar
Hér slóð á lagið á ensku og þú getur sungið með á íslensku
http://www.youtube.com/watch?v=gPerbAyQ-oI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 13:10
Hillsongs, dc Talk, Amy Grant, MercyMe ofl. á Tónlist.is
Vildi bara vekja athygli á því að nú er hægt að kaupa á Tónlist.is lög með hinum ýmsu erlendu kristnu tónlistarmönnum s.s. Amy Grant, dc Talk, Kirk Franklin, Mary Mary, Hillsongs ofl
Hér er t.d. slóð http://www.tonlist.is/Music/Artist/41291/hillsong/Hillsong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 21:39
Allt gott, miðað við aðst...
Af okkur hér er allt gott að frétta. Við höfðum, og höfum ekki miklu að tapa, en samt... Maður veit ekki með uppsafnaðann séreignasparnað Kannski vill maður sem minnst vita.
Ég er er í vinnu sem tekur, að ég held, engan enda og meira að segja verður, held ég, ekki einkavædd í bráð og Anna er líka í þjónustustarfi á vegum rikisins og missir ekki heldur vinnuna.
Og við, Anna, eigum fallega stelpu og hvort annað og svo foreldrana, ættingjana og vinina. Ætli það sé ekki metið mikils núna?
Gangi annars öllum vel að spjara sig...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2008 | 23:49
Snjóhret og spólandi bílar...
Það er alveg dásmalegt að fylgjast með umferðinni núna í þessum fyrsta snjó vetrarins. Ég átti leið í Lindarhverfi í Kópavogi og á þeirri leið voru alveg ótrúlega margir bílar úti í vegkannti með viðvörunarljósin á. Er fólk að beila á snjóakstrinum og labba svo heim...?
Svo var umferðin í Ártúnsbrekkunni stopp og allt fullt af bílum klukkan að verða 10 á fimmtudagskvöldi. Sem betur fer fann ég aðra leið heim.
Það væri kannski ráð að þrifa dekkin undir bílnum. Sem betur fer eru heilsársdekk undir honum, þannig að við þurfum ekki að kaupa ný.
Svo er Anna bara í Skotlandi í "vinnuferð" og við Rebekka ein í kotinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)